Fáni Georgíu
Útlit



Fáni Georgíu stendur saman af fimm krossum, einum stórum rauðum á hvítum bakgrunn i og fjórum minni.
Fimmkrossafáninn tók formlega gildi 14. janúar 2004 undir Rósabyltingunni, eftir takmarkaða notkun í um 500 ár. Hann hafði áður veri fáni konungsríkisins Georgíu á miðöldum.
Frá 1990, þegar Georgía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, til 2004, var fáni Georgíu dökk rauður með tveim liggjandi borðum í efra vinstri horninu með svörtum yfir hvítum. Sá fáni hafði upprunalega verið notaður sem þjóðarfáni á þeim stutta tíma sem landið naut sjálfstæðis eftir fyrri heimstyrjöld.