Fara í innihald

Ellen Johnson Sirleaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ellen Johnson-Sirleaf)
Ellen Johnson Sirleaf
Ellen Johnson Sirleaf árið 2010.
Forseti Líberíu
Í embætti
16. janúar 2006 – 22. janúar 2018
VaraforsetiJoseph Boakai
ForveriGyude Bryant
EftirmaðurGeorge Weah
Persónulegar upplýsingar
Fædd29. október 1938 (1938-10-29) (86 ára)
Monróvíu, Líberíu
StjórnmálaflokkurEiningarflokkurinn
MakiJames Sirleaf (g. 1956; skilin 1961)
Börn4
HáskóliMadison-viðskiptaháskólinn
Háskólinn í Colorado við Boulder
Harvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Ellen Johnson Sirleaf (fædd 29. október 1938) var forseti Líberíu frá 2005 til 2018. Hún er hagfræðingur að mennt og stundaði nám við Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Árið 1985 var hún dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að gagnrýna herstjórnina sem þá réð ríkjum í Líberíu. Stuttu síðar var henni þó sleppt og hún fór í útlegð sem hún var í til ársins 1997.

Hún var kjörin forseti í kosningum sem fram fóru árið 2005 og tók við embætti 16. janúar 2006. Hún var endurkjörin árið 2011 og er fyrsta og enn sem komið er eina konan sem kjörin hefur verið þjóðhöfðingi í Afríkuríki.

Ellen Johnson Sirleaf fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2011, ásamt löndu sinni Leymah Gbowee og Tawakel Karman frá Jemen. Þeim var veitt þessi viðurkenning fyrir friðsamlega baráttu sína fyrir öryggi kvenna og rétti til fullrar þáttöku í friðarstörfum.

Ellen Johnson Sirleaf er þeirrar skoðunar að hjónaband samkynhneigðra eigi áfram að vera ólöglegt í Líberíu.

George Weah tók við Sirleaf sem forseti Líberíu þann 22. janúar 2018.

Í desember 2021 lést James Sirleaf einn af sonum Ellen Sirleaf í bústað sínum í Líberíu við óþekktar aðstæður.

  • From Disaster to Development (1991)
  • The Outlook for Commercial Bank Lending to Sub-Saharan Africa (1992)


Fyrirrennari:
Gyude Bryant
Forseti Líberíu
(16. janúar 200622. janúar 2018)
Eftirmaður:
George Weah