Fara í innihald

Eggjahræra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eggjahræra á brauði

Eggjahæra eða hrærð egg er réttur búinn til úr hrærðum eggjahvítum og rauðum. Eggjunum er hellt út í pönnu og hrærð stanslaust þangað til ystingar myndast. Yfirleitt er vökva eins og rjóma, mjólk, smjöri, vatni eða olíu bætt við eggin þannig að mjúk áferð verði til. Ásamt vökva er oft bætt við kryddum eftir smekk. Eggin má bera fram með meðlætum svo sem beikoni, osti, sveppum eða laxi, stundum á ristuðu brauði.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.