Fara í innihald

Dyskolos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dyskolosforngrísku δύσκολος) eða Fýlupúkinn er forngrískur gamanleikur eftir skáldið Menandros. Það er eina leikrit hans sem er varðveitt í fullri lengd og jafnframt eina leikritið sem tilheyrir hinum svonefnda nýja gamanleik sem er varðveitt í fullri lengd. Í varðveittum texta leikritsins eru þó gloppur. Leikritið var fyrst sett upp á Lenajuhátíðinni í Aþenu árið 316 f.Kr. en Menandros hlaut fyrir verkið fyrstu verðlaun í leikritasamkeppninni.

Papyrus-brot frá 3. öld með leikritinu öllu fannst árið 1957.