Fara í innihald

Dorrit Moussaieff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dorrit Moussaieff (2012)

Dorrit Moussaieff (hebreska : דורית מוסאיוף) (fædd í Jerúsalem 12. janúar 1950). Athafnakona og fyrrum forsetafrú Íslands, gift Ólafi Ragnari Grímssyni. Dorrit er af ísraelskum uppruna og gyðingatrúar, dóttir Shlomo og Aliza Moussaieff og er elst þriggja dætra þeirra hjóna. Hún hefur lengst af búið í Bretlandi þar sem fjölskylda hennar á stóra keðju skartgripaverslana.

Dorrit og Ólafur giftust þann 14. maí 2003 á sextugasta afmælisdegi Ólafs. Hún er ekki fyrsta íslenska forsetafrúin sem er af erlendu bergi brotin því Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, átti danska konu. Dorrit gerðist íslenskur ríkisborgari árið 2006. Þann 22. ágúst 2008 sagði hún: „Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi“[1] eftir að Íslendingar höfðu lagt Spánverja að velli í handbolta.

Þann 27. desember 2012 flutti Dorrit lögheimili sitt til Bretlands, að sögn á grundvelli skattalaga og til að geta sinnt viðskiptum sínum og öldruðum foreldrum.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ísland er stórasta land í heimi“. visir.is. Sótt 9. október 2013.
  2. „Dorrit flytur lögheimili sitt“. ruv.is. Sótt 9. október 2013.