Bronsöld
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/0/01/Bronze_age_weapons_Romania.jpg/220px-Bronze_age_weapons_Romania.jpg)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/2/2e/Collier_de_Penne.jpg/220px-Collier_de_Penne.jpg)
Bronsöld er það tímabil í þróun siðmenningarinnar þegar æðsta stig málmvinnslu var tækni til að bræða kopar og tin úr náttúrulegum úrfellingum í málmgrýti og blanda þessum tveimur málmum síðan saman til að mynda brons. Bronsöld er eitt af þremur forsögulegum tímabilum og kemur á eftir nýsteinöld og er á undan járnöld. Þessi tímabil vísa til tækniþróunar, einkum getunnar til að búa til verkfæri, og ná því yfir mismunandi tímabil á mismunandi stöðum.
Elstu dæmi um bronsvinnslu er að finna í Austurlöndum nær um 3500 f.Kr. Í Kína er almennt talið að bronsöld hefjist um 2100 f.Kr., í Mið-Evrópu um 1800 f.Kr. og á Norðurlöndunum um 1500 f.Kr. Í Suður-Ameríku hófst bronsöld um 900 f.Kr. Sums staðar í Afríku sunnan Sahara tók járnöld strax við af steinöld.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bd/Wiktionary-logo-is.png/35px-Wiktionary-logo-is.png)