Brim hf.
Útlit
(Endurbeint frá Brim)
Brim | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | 2004 |
Staðsetning | Reykjavík |
Starfsemi | Sjávarútvegur |
Brim hf. (áður þekkt sem HB Grandi)[1] er íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið er eitt það stærsta á sviði fiskveiða og fiskvinnslu á Íslandi. Brim rekur líka fiskvinnslu á Akranesi og Vopnafirði.
Sjávarútvegsfyrirtækið Grandi hf. var stofnað 8. nóvember 1985 með sameiningu Ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur (stofnuð 1934). „HB“ var bætt við nafnið þegar fyrirtækið yfirtók Harald Böðvarsson hf. á Akranesi árið 2004. Nafninu var breytt í Brim árið 2019.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „HB Grandi verður Brim og kaupir sölufélögin“. www.frettabladid.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2021. Sótt 12. maí 2021.