Bridgerton
Bridgerton | |
---|---|
Búið til af | Chris Van Dusen |
Byggt á | Bridgerton eftir Juliu Quinn |
Leikarar |
|
Yfirlestur | Julie Andrews |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 2 |
Fjöldi þátta | 16 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi |
|
Framleiðsla | Shondaland |
Dreifiaðili | Netflix |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Bridgerton er bandarísk þáttaröð sem var búin til af Chris Van Dusen og framleidd af Shonda Rhimes fyrir Netflix. Þættirnir byggja á skáldsögum Juliu Quinn sem fjalla um Bridgerton fjölskylduna og gerast á georgíska tímabilinu í London.
Fyrstu seríunni af Bridgerton var streymt á Netflix á jóladag, 25. desember 2020 og náði strax gríðarlega miklum vinsældum. Þættirnir fengu mesta áhorf sem nokkur Netflix sería hafði fengið til þessa á frumsýningardegi en áhorf náði til a.m.k. 82 milljóna heimila. Önnur serían var frumsýnd 25. mars 2022 og fékk einnig gríðar mikið áhorf og náði fyrsta sæti yfir áhorf í 92 löndum á fyrstu þremur dögunum frá frumsýningu.
Í apríl 2021 tilkynnti höfundur þáttana Chris Van Dusen að búið væri að samþykja gerð þriðju og fjórðu seríu af þáttunum
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir gerast á valdatíð Georgs 3. á Englandi og fjalla um Bridgerton systkinin - Anthony, Benedict, Colin, Daphne, Eloise, Francesca, Gregory og Hyacinth - þar sem þau fóta sig innan yfirstéttarinnar í London í leit að ást. Sögumaður þáttana er engin önnur en Julie Andrews sem ljáir hinni nafnlausu slúðurkerlingu Lady Whistledown rödd sýna.
Bækurnar eftir Juliu Quinn fjalla hver og ein um hvert Bridgerton systkinið á fætur öðru og gerir þáttaröðin það sama. Fyrsta serían byggir á fyrstu bókinni í flokknumThe Duke and I fjallar um Daphne. Önnur sería segir svo frá elsta syninum Anthony og byggir á bókinni The Vicount who loved me.
Persónur og leikendur
[breyta | breyta frumkóða]- Adjoa Andoh: Lafði Danbury
- Lorraine Ashbourne: Mrs. Varley
- Ruth Gemmell: Lafði Violet Bridgerton
- Jonathan Bailey: Anthony Bridgerton, Greifi
- Luke Thompson: Benedict Bridgerton
- Luke Newton: Colin Bridgerton
- Phoebe Dynevor: Daphne Bridgerton
- Claudia Jessie: Eloise Bridgerton
- Ruby Stokes: Francesca Bridgerton
- Will Tilston: Gregory Bridgerton
- Florence Hunt: Hyacinth Bridgerton
- Ruby Barker: Marina Thompson
- Sabrina Bartlett: Siena Rosso
- Harriet Cains: Philippa Featherington
- Bessie Carter: Prudence Featherington
- Nicola Coughlan: Penelope Featherington
- Polly Walker: Lafði Portia Featherington
- Ben Miller: Archibald Featherington lávarður
- Regé-Jean Page: Simon Basset, hertoginn af Hastings
- Golda Rosheuvel: Charlotte Drottning
- Julie Andrews: Lady Whistledown
- Simone Ashley: Kathani "Kate" Sharma
- Charithra Chandran: Edwina Sharma
- Shelley Conn: Lafði Mary Sheffield Sharma
- Rupert Young: Jack Featherington lávarður
- Martins Imhangbe: Will Mondrich
- Calam Lynch: Theo Sharpe