Fara í innihald

BAFTA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The British Academy of Film and Television Arts betur þekkt sem BAFTA (eða Breska Kvikmynda og Sjónvarpsþátta-akademían) er góðgerðarstofnun í Bretlandi sem heldur árlega verðlaunahátíð sem veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum. Akademían var stofnuð árið 1947 af David Lean, Alexander Korda, Carol Reed, Laurence Olivier, Michael Powell, Emeric Pressburger, Roger Manvell og öðrum frægum aðilum í breska kvikmyndaiðnaðinum.[1] Árið 1958 sameinaðist hún Samtökum Sjónvarpsframleiðenda og Leikstjóra. Verðlaunin eru löguð eins og leikhúsgríma sem var hönnuð af bandaríska myndhöggvaranum Mitzi Cunliffe.

  1. „Lean's Letter to the Academy“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2011. Sótt 16. september 2011.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.