Astýanax
Útlit
Astýanax (nefndur Skamandríos af föður sínum eftir ánni Skamandrosi) var sonur Hektors og Andrómökku í grískri goðafræði. Hann var drepinn barnungur í Trójustríðinu. Neoptólemos, sonur Akkillesar, henti honum fram af borgarvegg. Í annarri útgáfu sögunnar er það Ódysseifur sem drepur Astýnax og með sama hætti. Astýanax var gæluheiti Trójubúa á Skamandríosi[1], en það þýðir Borgarkonungur eða Borgarvörður.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hómer, Ilíonskviða VI.403.