Aramíð
Útlit
Aramíð eru flokkur hitaþolinna og sterkra gervitrefja sem eru meðal annars notaðar í flugvélar, skotheld vesti og báta. Efnið er líka mikið notað í staðinn fyrir asbest. Efnafræðingar hjá fyrirtækinu DuPont uppgötvuðu efnið á 3. áratug 20. aldar en það hóf framleiðslu á því á 7. áratugnum undir heitinu Nomex. Þekktasta vörumerki aramíða er Kevlar sem DuPont setti fyrst á markað árið 1973.
Nafnið er stytting á arómatískt pólýamíð eða angandi fjölamíð.