Aguascalientes
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/c1/Aguascalientes_in_Mexico_%28zoom%29.svg/220px-Aguascalientes_in_Mexico_%28zoom%29.svg.png)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/1/14/Aguascalientes_Collage.png/220px-Aguascalientes_Collage.png)
Aguascalientes er fylki í Mið-Mexíkó. Það er 5.617 ferkílómetrar og eitt minnsta fylki landsins. Íbúar eru um 1,4 milljónir (2019) og búa flestir í höfuðborginni Aguascalientes. Meðalhæð fylkisins er 1.950 metrar. Aguascalientes vísar í heitar lindir sem fundust á svæðinu.
San Marcos-hátíðin (Feria Nacional de San Marcos) er haldin árlega þar og dregur að ferðamenn.