1221
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1221 (MCCXXI í rómverskum tölum)
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 17. júní - Bardagi á Breiðabólstað. Loftur biskupssonur og Oddaverjar fóru að Birni Þorvaldssyni og felldu hann.
- Hallur Gissurarson varð ábóti í Helgafellsklaustri.
- Tumi Sighvatsson fór til Hóla og hrakti Guðmund Arason biskup þaðan burt og út í Málmey.
Fædd
Dáin
- 17. júní - Björn Þorvaldsson á Breiðabólstað (f. um 1190).
- 7. nóvember - Guðný Böðvarsdóttir, ekkja Hvamm-Sturlu og móðir Þórðar, Sighvatar og Snorra Sturlusona (f. um 1147).
- Arnór Tumason (f. 1182), foringi Ásbirninga, dó í Noregi um jólaleytið.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Janúar - Mongólaherinn undir stjórn Jochi tók borgina Gurganj (nú Kunya-Urgench) og stráfelldi íbúana, líklega hundruð þúsunda manna.
- 18. eða 25. júní - Alexander 2. Skotakonungur giftist Jóhönnu af Englandi.
- 20. júlí - Bygging dómkirkjunnar í Burgos í Kastilíu hófst.
- 8. september - Borgin Damietta í Egyptalandi féll í hendur krossfara í Fimmtu krossferðinni.
- Mongólaher undir stjórn Tule tók borgina Merv (nálægt Mery í núverandi Túrkmenistan), sem þá var ein fjölmennasta borg í heimi. Talið er að allt að milljón manns hafi verið drepnir í Merv.
Fædd
- Vor - Margrét af Provence, drottning Frakklands, kona Loðvíks 9. (d. 1295).
- 23. nóvember - Alfons 10., konungur Kastilíu (d. 1284).
Dáin
- 6. ágúst - Heilagur Dóminíkus, stofnandi Dóminíkanareglunnar (f. 1170).
- 21. október - Alix, hertogaynja af Bretagne, dóttir Konstönsu af Bretagne (f. 1201).
- Berengaría af Portúgal, drottning Danmerkur, seinni kona Valdimars sigursæla (f. um 1195).