Forsíða
59.847 greinar á íslensku.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er milliríkjastofnun sem situr í Haag í Hollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.
Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili að Rómarsamþykktinni. Í málum sem tengjast stríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig getur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún er þjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.
Vissir þú...

- … að emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, á knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain FC í gegnum fjárfestingafélagið Qatar Sports Investments?
- … að Rosario Murillo (sjá mynd), eiginkona Daniels Ortega forseta Níkaragva, var lýst sam-forseti landsins árið 2025?
- … að leikarinn Joaquin Phoenix gekk undir nafninu Leaf Phoenix þegar hann lék fyrstu stóru kvikmyndahlutverkin sín á níunda áratugnum?
- … að Richard Nixon vottaði samúð sína eftir brunann á Þingvöllum 1970, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lést ásamt konu sinni og dóttursyni?
Fréttir

- 2. mars: Guðrún Hafsteinsdóttir er kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins.
- 27. febrúar: Kúrdíski leiðtoginn Abdullah Öcalan biður Verkalýðsflokk Kúrda (PKK) að hætta vopnaðri baráttu gegn Tyrklandi og leysa sjálfan sig upp.
- 23. febrúar: Þingkosningar fara fram í Þýskalandi. Kristilegi demókrataflokkurinn undir stjórn Friedrichs Merz (sjá mynd) lendir í fyrsta sæti en Valkostur fyrir Þýskaland nærri tvöfaldar fylgi sitt.
- 21. febrúar: Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalista tekur við stjórn í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Borís Spasskíj (27. febrúar) • Gene Hackman (17. febrúar) • Sam Nujoma (8. febrúar)
2. mars
- 2003 - Pakistönsk yfirvöld handsömuðu Khalid Shaikh Mohammed sem var álitinn vera heilinn á bakvið árásina á Tvíburaturnana í New York-borg og Pentagon þann 11. september 2001. Einnig handtóku þeir Mustafa Ahmed al-Hawsawi sem var álitinn standa á bak við fjármögnun árásanna.
- 2004 - Ashura-sprengjuárásirnar: 178 létust í sprengjutilræðum á vegum Al-Kaída í Írak.
- 2006 - Leikjatölvan Nintendo DS Lite kom fyrst út í Japan.
- 2008 - Dmítríj Medvedev var kjörinn forseti Rússlands með 68% atkvæða.
- 2008 - Heimastjórn Palestínumanna sleit stjórnmálasambandi við Ísrael.
- 2008 - Her Kólumbíu elti skæruliða FARC inn í Ekvador og drap einn foringja þeirra, Raúl Reyes. Í kjölfarið slitu Ekvador og Venesúela stjórnmálasamband við Kólumbíu.
- 2009 - Forseti Gíneu-Bissá, João Bernardo Vieira, var myrtur þegar vopnaðir menn réðust á heimili hans í Bissá.
- 2022 - Rússar hertóku úkraínsku borgina Kherson við strönd Svartahafs.
Systurverkefni
|