Forsíða
59.798 greinar á íslensku.
Nasistakveðja
Nasistakveðja eða Hitlerskveðja er kveðja sem felst í því að rétta fram hægri handlegginn og láta höndina snúa niður með útrétta fingur. Kveðjan byggir á svokallaðri „rómverskri kveðju“, sem var eitt af einkennismerkjum ítalskra fasista. Hún var síðan tekin upp af Nasistaflokki Adolfs Hitler í Þýskalandi og varð eftir það einkum bendluð við nasisma. Í Þýskalandi nasismans frá 1933 til 1945 sagði fólk jafnan Heil Hitler (ísl. „Heill sé Hitler)“ þegar það fór með kveðjuna. Í Þýskalandi heilsaði fólk stundum jafnframt að sið nasista með beygðum handlegg fremur en útréttum, þar á meðal Hitler sjálfur.
Kveðjan er enn notuð af sumum nýnasistahópum og nýfasistum á Ítalíu.
Vissir þú...

- … að emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, á knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain FC í gegnum fjárfestingafélagið Qatar Sports Investments?
- … að Rosario Murillo (sjá mynd), eiginkona Daniels Ortega forseta Níkaragva, var lýst sam-forseti landsins árið 2025?
- … að leikarinn Joaquin Phoenix gekk undir nafninu Leaf Phoenix þegar hann lék fyrstu stóru kvikmyndahlutverkin sín á níunda áratugnum?
- … að Richard Nixon vottaði samúð sína eftir brunann á Þingvöllum 1970, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lést ásamt konu sinni og dóttursyni?
Fréttir

- 23. febrúar: Þingkosningar fara fram í Þýskalandi. Kristilegi demókrataflokkurinn undir stjórn Friedrichs Merz (sjá mynd) lendir í fyrsta sæti en Valkostur fyrir Þýskaland nærri tvöfaldar fylgi sitt.
- 21. febrúar: Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalista tekur við stjórn í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri.
- 4. febrúar: Ellefu látast í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð.
- 30. janúar:
- Ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre í Noregi springur vegna deilna um fjórða orkupakka Evrópusambandsins.
- Ahmed al-Sharaa er skipaður forseti Sýrlands.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Sam Nujoma (8. febrúar) • Björgólfur Guðmundsson (2. febrúar) • Horst Köhler (1. febrúar) • Ólöf Tara Harðardóttir (30. janúar)
24. febrúar
- 2011 - Muammar Gaddafi skipaði hernum að skjóta á mótmælendur. 6.000 létust í Trípólí einni.
- 2011 - Geimskutlan Discovery hélt af stað í sína hinstu geimferð.
- 2014 - Mótmælin gegn afturköllun umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hófust á Austurvelli og mótmæltu hátt í 4000 manns.
- 2015 - Byssumaður skaut átta til bana og sjálfan sig síðast á veitingastað í Uherský Brod í Tékklandi.
- 2018 - Íslenska aðgerðasinnans Hauks Hilmarssonar var saknað eftir loftárásir Tyrkja á Afrin í Sýrlandi.
- 2022 - Rússar hófu innrás í Úkraínu.
Systurverkefni
|