Forsíða
59.894 greinar á íslensku.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er milliríkjastofnun sem situr í Haag í Hollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.
Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili að Rómarsamþykktinni. Í málum sem tengjast stríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig getur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún er þjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.
Vissir þú...

- … að emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, á knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain FC í gegnum fjárfestingafélagið Qatar Sports Investments?
- … að Rosario Murillo (sjá mynd), eiginkona Daniels Ortega forseta Níkaragva, var lýst sam-forseti landsins árið 2025?
- … að leikarinn Joaquin Phoenix gekk undir nafninu Leaf Phoenix þegar hann lék fyrstu stóru kvikmyndahlutverkin sín á níunda áratugnum?
- … að Richard Nixon vottaði samúð sína eftir brunann á Þingvöllum 1970, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lést ásamt konu sinni og dóttursyni?
Fréttir

- 14. mars: Mark Carney (sjá mynd) tekur við af Justin Trudeau sem forsætisráðherra Kanada.
- 11. mars: Rodrigo Duterte, fyrrum forseti Filippseyja, er handtekinn og framseldur til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag.
- 2. mars: Guðrún Hafsteinsdóttir er kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins.
- 27. febrúar: Kúrdíski leiðtoginn Abdullah Öcalan biður Verkalýðsflokk Kúrda (PKK) að hætta vopnaðri baráttu gegn Tyrklandi og leysa sjálfan sig upp.
- 23. febrúar: Þingkosningar fara fram í Þýskalandi. Kristilegi demókrataflokkurinn undir stjórn Friedrichs Merz lendir í fyrsta sæti en Valkostur fyrir Þýskaland nærri tvöfaldar fylgi sitt.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Borís Spasskíj (27. febrúar)
18. mars
- 2003 - Listi viljugra þjóða sem studdu afvopnun Íraks var birtur og var Ísland á honum. Tveimur dögum síðar hófst innrásin í Írak.
- 2004 - Lið MR tapaði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í fyrsta skipti frá 1992.
- 2005 - Hjómsveitin Jakobínarína sigraði Músíktilraunir með miklum meirihluta atkvæða, bæði dómnefndar og áhorfenda.
- 2006 - Mótmæli gegn umdeildum lögum um ráðningarsamninga í Frakklandi enduðu með átökum 500.000 mótmælenda við lögreglu.
- 2011 - Rótarlénið .xxx var formlega tekið í notkun af ICANN.
- 2016 - Eini þekkti lifandi árásarmaðurinn frá hryðjuverkaárásunum í París, Salah Abdeslam, var handtekinn í Brussel í Belgíu.
- 2018 - Þjóðarher Sýrlands og Tyrklandsher náðu borginni Afrin í Sýrlandi á sitt vald.
Systurverkefni
|