Forsíða
60.027 greinar á íslensku.
Elizabeth Holmes
Elizabeth Holmes er bandarísk athafnakona, fyrrverandi frumkvöðull í líftæknigeiranum og dæmdur fjársvikari. Holmes var framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, sem hún stofnaði þegar hún var nítján ára gömul. Andvirði Theranos rauk upp í marga milljarða Bandaríkjadala eftir að fyrirtækið tilkynnti að það hefði þróað búnað sem átti að geta framkvæmt blóðprufur með aðeins fáeinum blóðdropum sem hægt væri að taka með nál í fingur.
Árið 2015 taldi tímaritið Forbes Holmes yngsta og auðugasta „sjálfskapaða“ kvenkyns milljarðamæring í Bandaríkjunum. Næsta ár fóru hins vegar að koma fram ábendingar um að fyrirtækið hefði sagt fjárfestum ósatt um það hvað nýi blóðprufubúnaðurinn gat gert og hve langt þróun hans var komin. Þetta leiddi til þess að mat á andvirði Theranos hríðféll og Holmes var ákærð fyrir fjársvik. Holmes var að endingu sakfelld vegna stórfelldra fjársvika árið 2022 og dæmd í rúmlega ellefu ára fangelsi.
Vissir þú...

- … að nígeríski einræðisherrann Sani Abacha er stundum sagður hafa látist úr ofneyslu frygðarauka?
- … að Caral-Supe-menningin er elsta þekkta siðmenningarsamfélag Ameríku og ein af sex vöggum siðmenningar?
- … að trúarhópur Alavíta lítur á Alí ibn Abu Talib, einn eftirmanna Múhameðs spámanns, sem holdgerving Guðs?
- … að sjúkdómurinn ristill kemur upp þegar hlaupabóluveira í líkamanum vaknar af dvala, oft mörgum árum eftir að maður hefur sýkst af hlaupabólunni?
- … að tunglvik (sjá mynd) valda því að rúmur helmingur yfirborðs tunglsins (59%) er sýnilegur frá jörðu?
Fréttir

- 4. apríl: Yoon Suk-yeol er endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
- 2. apríl: Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnir fjölda nýrra tolla á innfluttar vörur frá flestum ríkjum heimsins (sjá mynd).
- 28. mars: Um 2.800 manns í Mjanmar og Taílandi látast eftir 7,7 stiga jarðskjálfta í Mjanmar.
- 20. mars: Ásthildur Lóa Þórsdóttir segir af sér sem mennta- og barnamálaráðherra.
- 19. mars: Fjöldamótmæli hefjast í Tyrklandi vegna handtöku Ekrem İmamoğlu, borgarstjóra Istanbúl.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Mario Vargas Llosa (13. apríl) • Friðrik Ólafsson (4. apríl) • Val Kilmer (1. apríl)
14. apríl
- 2003 - Kortlagningu gengamengis mannsins í Human Genome Project lauk.
- 2007 - 42 létust í hryðjuverkaárás í Karbala í Írak.
- 2008 - Bandalag hægriflokka undir forystu Silvio Berlusconi vann sigur í þingkosningum á Ítalíu.
- 2010 - Eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Eldfjallaaskan sem dreifðist yfir Evrópu olli miklum truflunum á flugumferð í álfunni.
- 2013 - Nicolás Maduro var kjörinn forseti Venesúela.
- 2014 - 276 stúlkum var rænt úr skóla í Chibok í Nígeríu.
- 2014 - 75 létust þegar bílsprengja sprakk í höfuðborg Nígeríu, Abuja.
- 2018 - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Bandaríkin, Bretland og Frakkland fyrirskipuðu loftárásir á herstöðvar Sýrlandshers vegna saríngasárásanna.
- 2020 – Donald Trump lýsti því yfir að Bandaríkin myndu stöðva fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Systurverkefni
|