eSIM er nýjasta kynslóð SIM korta sem hafa frá upphafi farsímakerfisins verið plastkort sem sett eru í símtæki. Þannig eru eSIM ekki aðeins umhverfisvænni kostur heldur talsvert þægilegri kostur fyrir neytendur þar sem ekki er hægt að týna rafrænu SIM korti.
Á næstu misserum munum við hjá Símanum svo styðja Samsung snjallúr með eSIM stuðningi og síðar á árinu Apple Watch snjallúr. Þannig er hægt að fara án símans hvert sem er en samt fá símtöl, smáskilaboð, hlusta á Spotify eða hlaðvörp.
Margir símar styðja líka bæði venjuleg SIM kort og rafræn SIM kort og þannig má nota tvö númer í einu tæki t.d. annað frá vinnuveitanda en hitt til einkanota. Hægt er fá rafrænt eSIM í næstu verslun Símans.