Lundúnaturn
Útlit
(Endurbeint frá Tower of London)
Lundúnaturn (á ensku Tower of London, opinberlega His Majesty’s Royal Palace and Fortress „konungshöll og virki hans hátignar“) er kastali í miðbæ Lundúna á Englandi sem fyrst var byggður árið 1078. Hann er við norðurbakka Tempsár og í hverfinu Tower Hamlets við svæði sem heitir Tower Hill. Turninn var fyrst og fremst notaður sem virki, höll og fangelsi. Hann var líka notaður fyrir pyntingar og aftökur, sem hergagnabúr, ríkissjóður, dýragarður og myntslátta. Frá 1303 hefur turninn verið geymslustaður krúnudjásnanna.