Fara í innihald

Gautama Búdda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Siddhartha Gautama)
Búddastytta frá Pakistan 1. öld.

Gautama Búdda (um 563 f.Kr. – 483 f.Kr. á Indlandsskaga) (fæddur Siddhārtha Gautama) var andlegur kenningasmiður. Hann er viðurkenndur af búddistum sem hinn æðsti búdda (hinn upplýsti).

Fæðing Gautama Búdda

[breyta | breyta frumkóða]

Búdda var sonur konungs að nafni Suddhodana og drottningu að nafni Maya. Þau bjuggi í litlu ríki sem hét Saykas í norður Indlandi, þar sem nú er Nepal.

Þau bjuggu í höfuðborginni Kapilavattu, í stórri höll.

Sagan segir að móður hanns hafi dreymt hvítan fíl sem hélt á hvítu lotusblómi. Þegar hún vaknaði kallaði hún og maður hennar á fjóra vitringa til þess að ráða drauminn. Þeir sögðu þeim hjónum að hún ætti von á dreng og myndi hann verða merkur og góður maður.

Samkvæmt hefð á á Indlandi á þeim tíma lagði Maya af stað til foreldra sinna til þess að fæða son sinn þar, og var leiðin nokkuð löng. Á leiðinni fóru þau í gegnum garð við rætur Himalayafjalla sem hét Lumbini og Maya ákvað að hvíla sig þar undir tré og fæddi hún son sinn þar.

Stráknum var gefið nafnið Siddhara, sem þýðir sá sem fær óskir sínar uppfylltar.

Ein goðsögnin segir að vitur gamall maður hafi heimsótti Búdda og hafi farið að gráta þegar hann sá hann. Sagði maðurinn við foreldranna að sonur þeirra myndi verða mikill maður og öflugur leiðtogi, hann gréti vegna þess að hann var orðinn gamall og geti ekki lært neitt af honum.

Námsgagnastofnun. (e.d.). Fæðing Búdda. Sótt 23. Nóvember 2017 af http://vefir.nams.is/truarbrogd/budda/forsaga/buddaSagaFaeding.htm

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.