Fara í innihald

Al-Raqqah

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Raqqa)
Al-Raqqah

Al-Raqqah (arabíska: الرقة‎ ar-Raqqah) er borg í austurhluta Sýrlands á norðurbakka Efrat um 160 km austan við Damaskus og 40 km austan við Tabqa-stífluna. Borgin er höfuðstaður Al-Raqqah-héraðs. Íbúar voru um 220 þúsund árið 2004. Borgin var höfuðborg Abbasídaveldisins í valdatíð kalífans Harún al-Rasíd frá 796 til 809.

Í Sýrlensku borgarastyrjöldinni náðu uppreisnarmenn borginni á sitt vald árið 2012. Árið 2013 lagði Íslamska ríkið borgina alla undir sig eftir bardaga við uppreisnarmenn og gerðu hana að höfuðstöðvum sínum í Sýrlandi. Samtökin hafa síðan þá eyðilagt allar trúarbyggingar sem ekki heyra til súnní íslam, þar á meðal Uwais al-Qarni-moskuna.

Í nóvember 2016 hófu 30.000 hermenn úr Lýðræðissveitum Sýrlands (SDF), bandalagi hinna ýmsu fylkinga uppreisnarmanna í Sýrlandi, aðgerðir til að frelsa borgina frá Íslamska ríkinu.[1] Borgin var endurheimt úr höndum vígahópsins að fullu þann 17. október 2017.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Orrustan um Raqqa hafin Rúv, skoðað 6. nóv. 2016.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.