Mo i Rana
Útlit

Mo i Rana er bær og höfuðstaður sveitarfélagsins Rana í Nordland-fylki í Noregi. Bærinn er rétt suður af heimskautsbaug og er í Helgeland hluta Nordlands. Íbúar eru tæpir 19.000 (2017) og er bærinn næststærstur í Nordland á eftir Bodø. Lestarsamgöngur eru til Bodö og Þrándheims. Um miðbik 20. aldar var starfrækt járnverksmiðja í bænum og fólki fjölgaði. Í bænum er náttúrugripasafn með áherslu á lífríki svæðisins.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Mo i Rana.