Fara í innihald

Mikjálsmessa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mikael erkiengill sigrar Satan í drekalíki. Lýsing í miðaldahandriti.

Mikjálsmessa (líka Mikjálsmessa og allra engla) er kristin hátíð sem er haldin hátíðleg víða í Vesturkirkjunni 29. september, en 8. nóvember í Austurkirkjunni. Hátíðin er kennd við Mikael erkiengil og var almennur frídagur á miðöldum. Frídagur á Mikjálsmessu var aflagður í Dansk-norska ríkinu með helgidagaumbótunum 1770.[1] Vegna þess að dagurinn er nálægt haustjafndægri var hann stundum látinn marka upphaf haustsins á norðurhveli jarðar.

Mikjálsmessa er haldin hátíðleg í Waldorf-skólum víða um heim.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sigurður Ægisson (6.2.2008). „Hvenær er Mikjálsmessa?“. Vísindavefurinn.