Siðmenning
Útlit
(Endurbeint frá Menningarsamfélag)
Siðmenning er hugtak sem gjarnan er notað um þróuð, tæknivædd samfélög eða þjóðfélög. Það sem helst einkennir siðmenntuð þjóðfélög er háþróaður landbúnaður, sérhæfð verkaskipting og þéttbýliskjarnar sem oft mynda borgir.
Siðmenning hefur mismunandi merkingu eftir því í hvaða samhengi hugtakið er notað. Forn siðmenning Forn-Egypta í Afríku, Maya-indíána eða Azteka í Suður-Ameríku, svo dæmi séu nefnd, eru menningarsamfélög sem einu sinni stóðu í blóma en liðu undir lok. Siðmenning nútímans á rætur sínar að rekja aftur til Mesópótamíu og Egyptalands, en menning þeirra stóð á hátindi sínum fyrir um 5000 árum (3000 f.Kr.).