Fara í innihald

Maat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maat með fjöður sannleikans

Maat (fornegypska: M3ˁt) var í fornegypskum trúarbrögðum gyðja sannleikans, jafnvægis, reglu, laga, siðferðis og réttlætis. Maat var gyðjan sem skapaði reglu í heiminum, brautir stjarna og árstíðirnar þegar heimurinn var skapaður. Hún kemur fyrir í Pýramídaritunum. Síðar er hún sýnd sem kvenleg hlið Þot og stendur við hlið Ra í sólarbátnum. Helst hlutverk hennar var að vega sálir manna í undirheimum.

Faraóar voru oft sýndir með einkenni Maat, úasstaf, ank og strútsfjöður (fjöður sannleikans), til að tákna hlutverk þeirra við að halda lög sköpunarverksins.