Dáríulerki
Dáríulerki | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dáríulerkiskógur í norðvestur Síberíu
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Larix gmelinii (Rupr.) Rupr. |
Dáríulerki (fræðiheiti Larix gmelinii) er lerkitegund sem upprunnin er í austurhluta Síberíu og Norðaustur-Mongólíu, Norðaustur-Kína og Norður-Kóreu.
Dáríulerki er meðalstór sumargrænt barrtré sem er 10 - 30 m hátt og getur ummál trábols náð 1 me. Tegundir af Dáríulerki eru
- Larix gmelinii var. gmelinii
- Larix gmelinii var. japonica
- Larix gmelinii var. olgensis
Dáríulerki myndar stóra skóga í austur Síberíu og vex í 50-1,200 m hæð í grunnum jarðvegi fyrir ofan sífreri. Dáríulerki er það tré sem vex nyrst í heiminum (73°N) og það tré í heiminum sem þolir mestan kulda. Fundist hefur tré í Jakútíu sem er 919 ára gamalt. Erfitt hefur reynst að rækta daríulerki á syðri breiddargráðum þar sem það er aðlagað mjög löngum vetrardvala. Í heimkynnum þess er frost alveg þangað til seinast í maí eða júní og ekkert frost svo aftur þangað til sumri lýkur.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Gymnosperm Database: Larix gmelinii Geymt 29 desember 2010 í Wayback Machine
- Dáríulerki (Larix gmelinii var. gmelinii)