Lífhimnubólga
Útlit
Lífhimnubólga (fræðiheiti Peritonitis) er bólga í lífhimnunni sem umlykur líffærin í kviðarholi. Það eru til tvær gerðir af lífhimnubólgu. Fyrsta stigs lífhimnubólga er þegar sýking kemur frá blóði og eitlum í lífhimnu en þessi tegund er sjaldgæf og flestir sem sýkjast af fyrsta stigs lífhimnubólgu eru fólk með lifrarsjúkdóma eins og skorpulifur og fólk með nýrnasjúkdóma. Annars stigs lífhimnubólga er þegar bakteríur eða ensím komast í lífhimnu úr meltingarvegi eða gallgöngum. Getur hún verið banvæn. Af þekktum einstaklingum sem látist hafa af völdum lífhimnubólgu má nefna Harry Houdini, Rudolph Valentino, Stefaníu Guðmundsdóttur og Jón páfa 23. sem var páfi 1958-63.