Fara í innihald

H7N9

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

H7N9 er afbrigði af fuglaflensu. Fuglaflensa frá H7 veirum smitast vanalega milli fugla en sum afbrigði geta smitað menn. Árið 2013 kom í fyrsta sinn tilvik þar sem veira af gerðinni H7N9 smitaði fólk af fuglaflensu. Á þeim mánuði sem leið frá fyrsta skráða tilvikinu hafa 100 manns greinst með veikina og hefur fimmtungur þeirra látist, fimmtungur hefur náð sér en aðrir eru afar veikir ennþá. Flestir hinna smituðu virðast hafa fengið veikina í tengslum við fuglamarkaði. Veiran er bundin við alifugla á fuglamörkuðum og hefur ekki greinst í villtum fuglum.

Dánartíðni veikinnar heldur áfram að hækka þar margir úr hópi þeirra sem eru mjög veikir hafa látist og er dánartíðni í júlí 2013 um 33 %. Eldri karlmenn eru fjölmennari í hópi þeirra sem hafa veikst.