Fara í innihald

Frostastaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frostastaðir eru bær í Blönduhlíð í Skagafirði, fornt stórbýli og um skeið sýslumannssetur. Jarðarinnar er getið í Sturlungu en um 1332 komst hún í eigu Hólastóls.

Jón Steingrímsson eldklerkur, sem fæddur var á Þverá, næsta bæ, bjó á Frostastöðum 1754-1756. Jón Espólín sýslumaður og fræðimaður eignaðist jörðina árið 1822 og bjó þar til dauðadags 1836. Sonarsonur hans, Jón Espólín Hákonarson, fór til Danmerkur og Svíþjóðar og stundaði þar nám, meðal annars í jarðyrkju. Þegar hann kom heim hóf hann búskap á Frostastöðum 1852 og tók þá til sín nemendur í jarðyrkju. Má segja að það hafi verið fyrsti vísir að bændaskóla á Íslandi en hans naut ekki lengi við því Jón dó sumarið 1853.

  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi. Akrahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2007. ISBN 978-9979-861-15-7}
  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.