Fara í innihald

Sjúkrahúsið á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk), áður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA), i veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og vinnur að rannsóknum í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri er miðstöð sjúkraflugs í landinu. Að jafnaði starfa þar 600 manns í um 460 ársstörfum, þar af um 50 læknar. Fjöldi þjónusturýma er 135, þar af 115 á legudeildum og 20 á dagdeildum. Nafni sjúkrahússins var breytt með lagasetningu 2007.[1]

Loftmynd af Sjúkrahúsinu á Akureyri í ágúst 2008.
Sjúkrahúsið á Akureyri úr lofti í ágúst 2008.

Aðalbygging sjúkrahússins er staðsett á Eyrarlandsholti sunnan Lystigarðsins og austan Þórunnarstrætis. Það er um 25 þúsund fermetrar. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu.

Stjórn og hlutverk

[breyta | breyta frumkóða]

Sjúkrahúsið á Akureyri starfar skv. lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og um það er fjallað í 21. gr. laganna. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi.

Það annast starfsnám háskólanema í heilbrigðisvísindagreinum við Háskólann á Akureyri.

Einnig er það varasjúkrahús Landspítalans.

  1. http://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html