Fara í innihald

Cunninghamia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cunninghamia
Cunninghamia lanceolata
Cunninghamia lanceolata
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Cunninghamia
Tegundir

Cunninghamia konishii Hayata
Cunninghamia lanceolata (Lamb.) Hook.

Samheiti
  • Belis Salisb.
  • Jacularia Raf.
  • Raxopitys J.Nelson

Cunninghamia er ættkvísl með einni[1] eða tveimur núlifandi tegundum sígrænna barrtrjáa í grátviðarætt (Cupressaceae).[2] Þær eru ættaðar frá Kína, norður Víetnam og Laos, og hugsanlega Kambódíu.[1] Þær geta náð 50 m hæð.[1] Ættkvíslarheitið Cunninghamia er til heiðurs Dr. James Cunningham, breskum lækni sem kynnti tegundina í ræktun 1702, og grasafræðingnum Allan Cunningham.[3]

Köngull
Reklar
Fræ

Ættkvíslin er almennt talin vera með tvær áþekkar tegundir, Cunninghamia lanceolata og C. konishii. C. lanceolata vex á meginlandi Kína, Víetnam og Laos, hins vegar er C. konishii eingöngu í Taívan.[4] Hinsvegar virðist erfðagreining benda til þess að þær séu sama tegundin, og að C. konishii í Taívan sé eftir mörg landnám tegundarinnar frá meginlandinu.[5][6] Þar sem C. lanceolata var fyrra nafnið sem var skráð hefur það forgang ef tegundirnar eru sameinaðar. In that case, Þá verður tegundin í Taívan Cunninghamia lanceolata var. konishii. Það er hinsvegar engin eining um hvort tegundirnar eigi að vera sameinaðar.[4]

Áður var tegundin höfð í Taxodiaceae,[1] en sú ætt er nú talin til Cupressaceae.[2] Nokkrir grasafræðingar hafa viljað hafa ættkvíslina í eigin tegund, Cunninghamiaceae, en ekki fengið mikinn stuðning. Cunninghamia þekkist einnig frá steingerfingum í Ameríku.[7]

Tréð er keilulaga með láréttar greinar sem eru lítið eitt hangandi í endana. Cunninghamia Barrnálarnar í spíral eftir greininni, grænar til blágrænar, leðurkenndar og nokkuð flatar. Þær eru 2–7 sm langar og 3–5 mm breiðar neðs. Barrið getur fengið bronsáferð í köldu veðri.

Könglarnir eru litlir og óáberandi við frjóvgun síðla vetrar, stakir eða 2 til 3 saman, þroskast á 7 til 8 mánuðum, 2,5 til 4,5 sm langir, egglaga til hnattlaga, oft með sprota sem vex úr endanum á ræktuðum trjám en það er sjaldgæft hjá villtum trjám. Reklarnir eru 10 til 30 saman.

Börkurinn á fullvöxnum trjám flagnar af í lengjum sem sýnir rauðbrúnan innri börkinn.

Cunninghamia er eftirsótt timburtré í Kína, með mjúkan, endingargóðan og ilmandi við, svipaðan og hjá strandrauðviði og Cryptomeria.

Cunninghamia er ræktað til skrauts í almenningsgörðum og öðrum stórum görðum þar sem hún nær um 15–30 m.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Adams, Robert P.; Farjon, Aljos. "Cunninghamia". Flora of China. 4. Retrieved 9 September 2012 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  2. 2,0 2,1 Brown, Robert (1866). "On the structure of the female flower in Cycadae and Coniferae". The Miscellaneous Botanical Works of Robert Brown. 1. p. 461.
  3. Brown, Robert (1866). „On the structure of the female flower in Cycadae and Coniferae“. The Miscellaneous Botanical Works of Robert Brown. 1. árgangur. bls. 461.
  4. 4,0 4,1 Earle, Christopher J., ed. (2018). "Cunninghamia". The Gymnosperm Database. Retrieved 9 September 2012.
  5. Lu, S.Y., T.Y. Chiang, K.H. Hong and T.W. Hu (1999). „Re-examination of the taxonomic status of Cunninghamia konishii and C. lanceolata based on the RFLPs of a chloroplast trnD-trnT spacer“. Taiwan Journal of Forest Science. 14: 13–19. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014.
  6. Chung, J. D.; Lin, T. P.; Tan, Y. C.; Lin, M. Y.; Hwang, S. Y. (2004). „Genetic diversity and biogeography of Cunninghamia konishii (Cupressaceae), an island species in Taiwan: A comparison with Cunninghamia lanceolata, a mainland species in China“. Molecular Phylogenetics and Evolution. 33 (3): 791–801. doi:10.1016/j.ympev.2004.08.011. PMID 15522804.
  7. for example Orr, Elizabeth L. and William N. Orr 2009 Oregon Fossils: Second Edition, Oregon State University Press; ISBN 0-87071-573-9 ISBN 978-0870715730
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.