Fara í innihald

Columbo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Richard Kiley og Peter Falk í hlutverkum sínum í 3. þáttaröð 1974.

Columbo voru bandarískir sakamálaþættir sem voru sýndir fyrst á NBC 1971 til 1978 og síðan stopulla á ABC frá 1989 til 2003. Upphaflega voru þættirnir ein af fjórum þáttaröðum sem skiptust á að birtast undir regnhlífarheitinu The NBC Mystery Movies á miðvikudagskvöldum. Þættirnir voru 70 til 100 mínútna langir og urðu alls 69 talsins í 10 þáttaröðum.

Sögusvið þáttanna er Los Angeles þar sem lögregluforinginn Columbo (leikinn af Peter Falk) reynir að sanna hver morðinginn er með yfirheyrslum þar sem hann virðist oft annars hugar eða úti á þekju. Í upphafi hvers þáttar sjá áhorfendur morðið framið og vita því hver morðinginn er. Columbo grunar líka rétta morðingjann fljótlega og þættirnir ganga út á það hvernig honum tekst að sanna sekt viðkomandi. Hinir seku sjá oftast í gegnum þá aðferð Columbos að látast vera úti á þekju, og taka til við að reyna að dylja slóð sína eða leiða hann á villigötur. Þættirnir eru þannig dæmi um viðsnúna sakamálasögu sem gengur ekki út á að finna hinn seka, heldur ná honum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.