Chandigarh
Útlit
Chandigarh er borg í norðurhluta Indlands. Borgin er höfuðstaður tveggja fylkja; Púnjab og Haryana. Borgin var fyrsta nýborgin sem reist var á Indlandi eftir að landið fékk sjálfstæði. Frægir vestrænir arkitektar á borð við Le Corbusier, Pierre Jeanneret, Jane Drew og Maxwell Fry hönnuðu hina ýmsu hluta hennar. Íbúar borgarinnar eru tæplega milljón talsins.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Chandigarh.