Forsíða
59.934 greinar á íslensku.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er milliríkjastofnun sem situr í Haag í Hollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.
Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili að Rómarsamþykktinni. Í málum sem tengjast stríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig getur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún er þjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.
Vissir þú...

- … að emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, á knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain FC í gegnum fjárfestingafélagið Qatar Sports Investments?
- … að Rosario Murillo (sjá mynd), eiginkona Daniels Ortega forseta Níkaragva, var lýst sam-forseti landsins árið 2025?
- … að leikarinn Joaquin Phoenix gekk undir nafninu Leaf Phoenix þegar hann lék fyrstu stóru kvikmyndahlutverkin sín á níunda áratugnum?
- … að Richard Nixon vottaði samúð sína eftir brunann á Þingvöllum 1970, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lést ásamt konu sinni og dóttursyni?
Fréttir

- 20. mars: Ásthildur Lóa Þórsdóttir segir af sér sem mennta- og barnamálaráðherra.
- 19. mars: Fjöldamótmæli hefjast í Tyrklandi vegna handtöku Ekrem İmamoğlu (sjá mynd), borgarstjóra Istanbúl.
- 14. mars: Mark Carney tekur við af Justin Trudeau sem forsætisráðherra Kanada.
- 11. mars: Rodrigo Duterte, fyrrum forseti Filippseyja, er handtekinn og framseldur til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag.
- 2. mars: Guðrún Hafsteinsdóttir er kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:
27. mars
- 2011 - Rúmenía og Búlgaría gerðust aðilar að Schengen-samstarfinu.
- 2013 - Kanada dró sig út úr samningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun.
- 2014 - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði að Krímskagi tilheyrði Úkraínu en ekki Rússlandi.
- 2016 - Yfir 70 létust í sjálfsmorðssprengjuárásum í Lahore í Pakistan.
- 2020 – Norður-Makedónía gerðist aðili að NATO.
- 2022 - Sókn M23-hreyfingarinnar hófst í Norður-Kivu í Kongó.
- 2022 - Will Smith löðrungaði kynninn á Óskarsverðlaunaafhendingunni í Los Angeles, Chris Rock, vegna móðgandi ummæla hans um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith.
- 2023 - Snjóflóð í Neskaupsstað: Tólf íbúðir skemmdust og tugir bíla. Fólk skarst vegna rúðubrota.
- 2023 - Skólaskotárásin í Nashville 2023: Sjö létu lífið þegar trans maður hóf skothríð í grunnskóla í Nashville, Tennessee.
Systurverkefni
|